Ástríða, praxís og tilraunir í menntun – svar við frumlegri færniþróun?

Fjórða árið í röð verður „þjóðfundurinn“ í Allinge á Borgundarhólmi haldinn dagana 12. til 15. júní 2014. NVL verður með í bás Norrænu ráðherranefndarinnar sem í ár ber yfirskriftina: Norden i Fokus, og mun þar standa fyrir umræðum um eyjasamstarfið um fullorðinsfræðslu. Þátttakendur í umræðunum eru allir með í tengslanetinu um eyjasamstarf, en það er á milli Borgundarhólms, Gotlands og Álands. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 14. júní kl. 10- 11 á Sirkustorginu, tjaldi Norðurlandanna, C17.

 
Ástríða,  praxís og tilraunir í menntun –  svar við frumlegri færniþróun? Nikolaj Bock/norden.org

Þátttakendur:
Lars Goldschmidt, fyrrverandi  framkvæmdastjóri  samtaka iðnaðarins í Danmörku (DI, Dansk Industri)
Hans Jacob Binzer, stjórnandi CFU, Fagháskólans UCC Borgundarhólmi  
Christian Heide Pedersen, stjórandi, Listaakademíunnar á Borgundarhólmi 
Maria Marquard, danskur fulltrúi í NVL (Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna)

Fundarstjóri:
Bjørn Haslund-Gjerrid, verkefnastjóri í verkefninu Menntun fyrir alla á Borgundarhólmi.

Nánar um þjóðfundinn á heimasíðunni hér og skjal um umræðufundinn um eyjasamstarfið  hér

Læs nánar um eyjasamtarf NVL  í Eystrasalti og fylgist með starfi netsins á heimasíðu  NVL 

Netið hefur haldið tvö staðbundin málþing. Það fyrra fjallaði um nýsköpun, frumkvöðla og nám og var haldið á Borgundarhólmi haustið 2013. Síðara málþingið var um rafrænan námsvettvang og það var haldið á Gotlandi vorið 2014. Síðasta málþingið í röðinni verður haldið á Álandi sumarið 2014. Eyjasamstarfinu lýkur formlega með sameiginlegri ráðstefnu haustið 2014 og þar verður fjallað um þróun eyjasamfélaga í Eystrasalti.