Áætlun um grunnfærni í atvinnulífinu – BKA (Basiskompetanse i arbeidslivet)

 
Eins og fram kom í fyrsta fréttabréfinu í ár ber Vox ábyrgð á 24,5 milljónum norskra króna sem verja á til verkefna um hvernig hægt er að styrkja grunnfærni á vinnustöðum. Hluta fjármagnsins á að nota til þess að styrkja grunnfærni einstaklinga í atvinnuleit. Nú hefur mestum hluta peninganna verið úthlutað til 64 verkefna. Umsóknir voru samtals 167. Þeim sem fengu styrku var boðið til upphafsráðstefnu í Sandvika, skammt utan við Osló, dagana 14. og 15. september. Markmiðið var að veita innblástur við upphaf verkefnanna og um leið sýna fram á að hægt er að sækja stuðning til Vox sem mun fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Á ráðstefnunni var gefið út ráðstefnublað sem hægt er að nálgast, ásamt glærum fyrirlesaranna á ráðstefnunni, með því að smella á krækjuna að neðan.