Atvinnuleysi ungs fólks hefur ekki verið lægra í 13 ár

Atvinnumálaráðuneytið tilkynnir að þróun atvinnuþátttöku í Svíþjóð sé afar jákvæð. Yfir 120.000 manns hafa fengið störf síðan haustið 2014 og atvinnuleysi er nú 6,8 prósent.

 

Hlutfall atvinnulausra á aldrinum 15 til 24 ára lækkar og hefur ekki verið lægra síðan árið 2013 en samt eru 18,2 prósent í þessum hópi á atvinnu. Hlutfall atvinnuleitenda er sérstaklega hátt meðal ákveðinna hópa ungra innflytjenda. Til þess að mæta þessu hefur ríkisstjórnin falið nefnd sem fjallar um málefni ungs fólks, DUA að kortleggja kringumstæður í sveitarfélögunum þar sem viðkomandi markhópar búa. DUA ráðgerir að standa fyrir fundaröð haustið 2016 til þess að styðja vinnu sveitarfélaganna við að finna nýjar leiðir til þess að finna atvinnu fyrir ungt aðflutt fólk sem er utan vinnumarkaðar.

Meira