Atvinnulífið breytist – ert þú klár?

Árið 2017 voru umræður í fleiri vinnuhópum um hvernig Finnar eiga að takast á við breytingarnar sem verða í kjölfar hnattvæðingar og tölvuvæðingar.

 

Nú hafa niðurstöðurnar verið teknar saman í skýrslu sem nýlega var afhent Sanni Grahn-Laasonen, menntamálaráðherra Finna. Ein meginniðurstaða skýrslunnar er þörf fyrir sveigjanlegt og aðgengilegt ævinám.  

–Eina leið Finna er að þjóðin sé alltaf sú þjóð sem býr yfir mestri þekkingu, sagði Grahn-Laasonen þegar hann tók á móti skýrslunni .

Margar tillögur til að ná því takmarki eru í skýrslunni, meðal annars verður að hækka menntunarstigið, koma verður á fót Opinni starfsmenntastofnun, stafrænni ráðgjafaþjónustu og ýmsu öðru.

Lesið skýrsluna á finnsku: Elinikäisen oppimisen kehittämistarpeita selvittävän työryhmän raportti.