Atvinnutorg opnað

 

Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytis og Vinnumálastofnunar, markmiðið er að fjölga tækifærum til að öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði. Markhópurinn eru atvinnuleitendur sem hafa minnsta menntun og starfsreynslu og þarf meiri stuðning en ella. Atvinnutorgi er ætlað að koma til móts við þennan hóp. Á Atvinnutorgi mun fólk á aldrinum 16-25 ára fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf og gerðar verða áætlanir með þarfir þeirra í huga. Störfin eða starfsþjálfunin felur í sér að svið, stofnun eða fyrirtæki borgarinnar bjóða fólkinu til sín í þjálfun í einn til þrjá mánuði, tvo til fimm daga vikunnar.

Meira: www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33228