Aukið samstarf í framhaldsfræðslu og nýr þjónustusamningur við FA

 

Aðilar þessa samkomulags munu sameiginlega vinna markvisst að því að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Til að ná því markmiði verður framhaldsfræðsla efld, en ný lög um framhaldsfræðslu tóku gildi 1. október s.l. Jafnframt eru aðilar sammála um að það verði tryggt að menntun og færni sem er metin innan framhaldsfræðslunnar verði viðurkennd innan framhaldsskólans og þeir sem þess óska geti bætt við menntun sína án hindrana.
Jafnframt var undirritaður þjónustusamningur við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um verkefni í framhaldsfræðslu, sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur að sér að vinna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Með samningnum er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins falin umsjón með ýmsum verkefnum er varða framkvæmd laga um framhaldsfræðslu sbr. lög nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Yfirlýsingin og þjónustusamningurinn eru á vef FA. www.frae.is