Aukið samstarf um betri ráðgjafaþjónustu

 

 

Erfiðlega hefur gengið að breiða út árangurinn af þróun um náms- og starfsráðgjafar um allt Finnland.

Víða hafa orðið til staðbundnar hlutalausnir. Þetta er meðal þess sem kemur fram við endurskoðun á samstarfi um náms- og starfsráðgjöf bæði á landsvísu og staðbundið.  Skýrslan var unnin af finnsku ríkisendurskoðuninni.

Samkvæmt niðurstöðum ríkisendurskoðanda ætti að þróa og efla samstarf ráðuneytanna tveggja sem koma að málflokknum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og atvinnu- og efnahagsmálaráðuneytisins svo betri árangri verði náð. Einnig er þörf á úttekt á þeirri ráðgjöf sem nú er veitt í landinu til þess að unnt verði að fá heildarmynd af  ráðgjafaþjónustu í boði ólíkra geira.

Nánar um niðurstöður ríkisendurskoðunar og tillögur.  

Skýrsla endurskoðunarinnar (á finnsku)