Aukin áhersla á æðri menntun og færni

Í Noregi mun menntamálaráðuneytið auka áherslu á æðri menntun og færni í nýrri langtímaáætlun fyrir vísindi og æðri menntun sem þróa á árið 2022 og vera tilbúin árið 2023.

 

Í framlagi stofnunarinnar um æðri menntun og færni (HK-Dir) í áætlunina er áréttað að menntun og hæfni verði gert hærra undir höfði í nýju áætluninni en í þeirri sem nú er í gildi.

Sveinung Skule, forstjóri stofnunarinnar, telur einnig þörf fyrir sterkari tengsl, milli rannsókna, nýsköpunar og menntunar og þverfaglegs samstarfs á milli viðkomandi framkvæmdaaðila.

Í tillögum sínum til menntamálaráðuneytisins er varða langtímaáætlunina leggur stofnunin einnig áherslu á að þörf sé fyrir aukna áherslu á áætlanir um hæfniþróun starfsmenntunar á æðra stigi, (fagháskólamenntun), menntun á sviðum heilbrigðis og umönnunar, hjúkrunarfræði, upplýsingatækni, símenntunar og þverfaglegs náms og rannsókna.

Nánar hér

Fimm aðalatriði í erindi stofnunarinnar (HK-dir):

Þær flóknu samfélagslegu áskoranir sem við okkur blasa krefjast breytinga á öllum sviðum, jafnt fyrirtækja sem samfélaga. Því er nauðsynlegt að í nýrri langtímaáætlun verði lögð áhersla á: 

  • Gæði og gildi menntunar og færniþróunar.
  • Símenntun varir allt lífið, bæði háskólar og aðrir framkvæmdaaðila verða að leggja sitt af mörkum við að bjóða upp á viðvarandi, aðgengileg, og sveigjanleg námstilboð sem leiða til færniþróunar í atvinnulífinu og öðrum hlutum samfélagsins.
  • Stafræn umbreyting veitir tækifæri til þekkingaröflunar, nýrra leiða til samstarfs og nýjum vinnuaðferðum. Rannsóknir og æðri menntun verða að vera í fararbroddi.
  • Alþjóðavæðing og hnattrænt samstarf gegna lykilhlutverk bæði í æðri menntun og til þess að leysa flókin úrlausnarefni í samfélaginu er varða sjálfbærni og græn umskipti.
  • Stúdentar verða að vera virkir í eigin námi og hafa tækifæri til þátttöku í rannsóknum og nýsköpun.