Markmið samningsins sem var undirritaður þann 14. febrúar, er að byggja ofan á og þróa vinnu grunnskólanna við brautryðjandastarf. Í nýrri námsskrá fyrir grunnskólann sem tók gildi 2011, er mikil áhersla lögð á brautryðjandastarf , einkum hvað varðar grunnleikni í öllum greinum. Meðal þátta í grunnleikni eru samskipti og sköpun sem eiga að örva forvitni, vilja og hvatningu nemendanna til þess að þróa sköpunargáfu sína. Eftir margra ára reynslu Framkvæmdahússins af brautryðjandastarfi, einkum í samstarfi við atvinnulífið, mun skipulagt samstarf þeirra og grunnskólans halda áfram með ráðgjöf frá Framkvæmdahúsinu. Nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans hafa meðal annars keppt á færeysku meistaramóti í brautryðjandastarfi (FM) og lokakeppnin í ár fór fram í i Runavik, þar sem nemendur úr “Skúlin við Løkin” sigruðu FM-leikana árið 2014 í brautryðjandastarfi.
Meira um samning ráðuneytisins við Framkvæmdahúsið á Mmr.fo og um lokakeppni í FM á: www.is.fo/node/265