Aukin áhersla á raunfærnimat

Undirbúningur undir kerfi fyrir mat á raunfærni í Færeyjum hefur tekið nokkur ár.

 

Árið 2014 voru lög um raunfærnimat samþykkt af þjóðþingi Færeyinga, Lagtinget, og 2015 réð heimastjórnin fulltrúa til þess að undirbúa framkvæmd raunfærnimats. Færeyingar eiga fulltrúa í sérfræðinganeti NVL um raunfærnimat. – Þátttakan þar hefur veitt okkur góða yfirsýn og dýrmæta þekkingu á raunfærnimati og hvernig hægt er að takast á við ýmis atriði sem varða raunfærnimat, segir John Dalsgarð, raunfærnimats fulltrúi í færeyska menntamálaráðuneytinu. Í frumvarpi heimastjórnarinnar um fjárlög ársins 2017, sem var samþykkt á Lögtinget i desember 2016, var auknu fé veitt til raunfærnimats. Það leiðir til þess að hægt er að auka áherslu á skipulag og framkvæmd raunfærnimats. Þar að auki væntum við þess að við getum hafið mat á raunfærni á móti nokkrum námsleiðum 2017 bætir John Dalsgarð við.  

Á Færeyjum hefur nýlega verið stofnað til færeysks samstarfsnets um raunfærnimat, sem tekur þátt í skipulagningunni ásamt raunfærnimatsfulltrúa ráðuneytisins. Á næsta fundi er ætlunin að leggja mat á námskeiðið sem haldið var í samstarfi við NVL síðastliðið haust, auk þess að ræða komandi tækifæri til þess að hrinda í framkvæmd raunfærnimati 2017.

Nánar um vinnu við raunfærnimat á Færeyjum á: http://lll.um.fo/