Ríkisstjórnin leggur til að 50 milljónum sænskra króna verði á árinu 2018 varið til þess að stofna og þróa símenntunarmiðstöðvar. Næstu ár gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að 70 milljónum sænskra króna verði varið til uppbyggingarinnar hvert ár. Tillagan byggir á samkomulagi við vinstri flokkinn um fjárlagafrumvarpið.
Ríkisstjórnin telur æskilegt að hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttari menntun í nærumhverfinu. Með því að koma á laggirnar símenntunarmiðstöðvum ættu fleiri námsmenn að geta sótt sér menntun og stuðning í vel búnu húsnæði, tæknivæddu fyrir fjárnám. Ríkisstjórnin telur að símenntunarmiðstöð eigi að vera opið námsumhverfi þar sem mismunandi fræðsluaðilar geta boðið upp á menntun á ólíkum þrepum allt frá framhaldsskólastigi upp á háskólastig.
Nánar