Aukin alþýðumenntun fyrir fatlaða

 
Í fjárlögum er nú þegar gert ráð fyrir  4.1 miljón danskra króna til  verkefnisins.  Þar að auki verður nú bætt 3,75 milljónum á hverju ári næstu fjögur ár.  Með fjárframlögunum er ætlað að greiða fyrir meiri hluta þess aukakostnaðar sem tengist þátttöku fatlaðra í alþýðumenntun.
Verkmenntaskólarnir munu einnig njóta góðs af þessu framlagi úr ríkissjóði. Alls munu 30,3 milljónir danskra króna á árunum 2009-2012, verða veitt til fjögurra verkefna sem beinast að nemendum  verkmenntaskólanna, það er meðal annars til áhættuhóps um brottfall, þeirra sem eiga við lestrar- og skriftarerfiðleika að stríða og vegna tilraunaverkefnis um aukna samvinnu verkmenntaskóla og heimila.
Nánari upplýsingar