Aukin færni á sviði sjálfbærrar þróunar innan skóla

 

Í samræmi við námsskrár og námsskeiðslýsingar eiga nemendur í skólum að kynnast undirstöðum sjálfbærri þróunar. Í mörgum skólum hefur reynst erfitt að uppfylla markmiðin sem sett eru fram í námsskrám. „Það er vegna þess að margir kennarar eru ómeðvitaðir um hvað felst í kennslu um sjálfbæra þróun og umræður um efnið fara heldur ekki fram í skólunum“ segir Lars Nordahl á alþjóðaskrifstofunni í Svíþjóð sem hefur umsjón með starfsemi  Hnattvædda skólans (Den Globala Skolan).
Í Hnattvædda skólanum er boðið upp á endurmenntun á sviði sjálfbærrar þróunar og fjölmenningar. Í gegnum skólann gefst sveitarfélögum og skólum um alla Svíþjóð tækifæri til þess að sækja sér endurmenntun á heimaslóðum og að sækja um styrki til þess að ferðast til annarra landa. Hugmyndin er að fjölga úrræðum skólanna til þess að kenna ungu fólki að deila ábyrgð á sjálfbærri þróun í fjölmenningarlegu samfélagi.

Meira: HTML