Aukin tækifæri fyrir unglinga og fullorðna með námsörðugleika

Um árabil hefur skort skipulögð námstækifæri fyrir unglinga með námsörðugleika á Færeyjum, en nú hafa fleiri tækifæri til starfsnáms opnast yngri fullorðnum sem ekki geta stundað venjulegt nám á framhaldsskólastigi.

 
Serbreyt“, er nafn námsbrautarinnar ætlaðri ungu fólki með námsörðuleika við verslunarskólann í Kabsdal og hófst í ágúst 2015. Nú verður starfsemin víkkuð út með inntöku nema við Glasir (Iðnskólann í Þórshöfn) og við Iðnskólann í Klakksvík. Auk almennra faga, með einstaklingsmiðuð kennslu geta nemendur í Þórshöfn valið á milli náms í bifvélavirkjun, smíðum og fataiðnaði og nemendur í Klakksvík verða teknir inn í nám í smíðum eða matargerð. „Serbreyt“ var komið á í samstarfi menntamálaráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins og aðeins er um að ræða örfáa nemendur árið 2016 í þessum þremur skólum. Inntaka nemendanna er langt frá því að mæta þörf fyrir starfsnám fyrir þennan markhóp að loknu grunnskólanámi. En þetta er upphaf sem aðstandendur námsins geta vonandi þróað og útvíkkað smám saman. Til grundvallar skipulags „Serbreyt“ liggur svokallað OCN-kerfi (Open College Network), þar sem hægt er að lýsa og staðfesta raunfærni hvers einstaks nemenda.