Austurbrú

 

Fyrir tíma nýrrar stofnunar sinntu stoðstofnanir á Austurlandi hver sínu hlutverki sem ýmist tengdist atvinnu-, þróunar-, fræðslu-, ferða- eða menningarmálum. Ný stofnun sameinar öll þessi hlutverk, því fylgja samlegðaráhrif og til verður samstarfsvettvangur fyrir sveitarfélög á Austurlandi.
Ríkisstjórn Íslands fundaði á Austurlandi í tilefni stofnfundarins og ávarpaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fundinn. Hún sagði að ný stofnun myndi leiða til hagræðingar, skilvirkni og auðvelda samskipti ríkis og sveitarfélaga í fjórðungnum. Um er að ræða fyrstu stofnun sinnar tegundar á Íslandi og hefur ríkisstjórnin hvatt til að hliðstæðrar sameiningar stoðstofnana í öðrum landshlutum í þeim tilgangi að auka skilvirkni og einfalda samskipti landshlutanna og ríkisvaldsins

Meira: www.stjornarrad.is/rikisstjorn/frettir/nr/459