Avalak námskeið fyrir stúdenta í Danmörku

 
53 námsmenn víðsvegar að í Danmörku tóku þátt í námskeiðinu, fyrirlestrum og vinnustofum um tækifæri til náms og utanlandsferða. Meðal fyrirlesara var Travis Sevy frá bandaríska sendiráðinu en hann kynnti tækifæri til náms í Bandaríkjunum og hvatti til utanlandsferða. Þá kynntu fulltrúar frá Air Greenland og Royal Greenland starfsemi fyrirtækjanna og tækifæri á verknámi, verkefnavinnu.
Í vinnustofum var varpað fram spurningum um hversvegna menntun er mikilvæg fyrir Grænland og hvers vegna það væri fýsilegt að sækja nám í Bandaríkjunum í tilgreindum fögum, eins og t.d. námavinnslu, ferðaþjónustu, viðskiptum og stjórnmálafræði. Markmiðið var að greina hvernig Avalak og bandaríska sendiráðið geta sameinast í vinnu við að auðvelda grænlenskum námsmönnum að fara til Bandaríkjanna til náms.  Niðurstöður mats þátttakenda á námskeiðinu sýndu ánægju með námskeiðið og þeir töldu það  árangursríkt.