Baráttan um einvalaliðið

 
Samkeppni fyrirtækjanna um ráða til sín besta, mest skapandi og hæfileikaríkasta vinnukraftinn fer sífellt harðnandi. Það fækkar sífellt í unglingaárgöngunum á sama tíma og eftirspurnin eftir þeim hæfileikaríkustu eykst. Niðurstöður rannsóknar sem útgáfan Mandag Morgen hefur gert kemur fram lýsing á nýju kynslóðinni sem mun gera sig gildandi á vinnumarkaðnum í framtíðinni og þeirri áskorun sem danski vinnumarkaðurinn verður að takast á við til þess að mæta kröfum hennar.  Fram kemur að aldrei haf jafn margir unglingar hafið sína draumamenntun og þau munu gera kröfur til framtíðarstarfa sinna. Þau sjá fyrir sér óformlegt vinnuumhverfi, með flötu stjórnskipulagi sem þau geta tekið þátt í og haft áhrif á. Þau leggja frekar áherslu að starfsánægju og möguleika á starfsþróun frekar en laun. Mikið vinnuálag er talið eðlilegt á stundum en innihald vinnunnar verður að vera áhugavert. Ennfremur er jafnvægi vinnu og frístunda mikilvægt sem og að forðast streitu. Þau skipta oft um vinnu. Þau hafa nýja félagslega sjálfsvitund og gera kröfur um trúverðugleika fyrirtækja. Þau eru alþjóðasinnar og vænta þess að fyrirtækin verði alþjóðlegt og að það hafi í för með sér möguleika á alþjóðlegum starfsframa. Þessum væntingum verður vinnumarkaðurinn að mæta. Lokaorð  framtíðarsýnar alþjóðlega útgáfufyrirtækisins Mandag Morgen sem byggir á rannsókninni eru:  „Það eru engin dæmi um danskt stórfyrirtæki sem getur tekið þátt í baráttunni um einvalalið framtíðarinnar án þess að breyta stefnu sinni, einkennum og starfsmannastefnu“  
Meira á www.mm.dk.