Best praksis í kennslu annars tungumáls fyrir nýbúa

 

Best praksis í kennslu annars tungumáls fyrir nýbúa

Árið 2004 var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hrint af stað verkefni til þess að finna Best praksis í kennslu annars tungumáls fyrir nýbúa á Norðurlöndunum.
Norðurlönd skiptast í tvennt hvað varðar innflytjendur. Annars vegar ”gamalgrónu” innflytjendalöndin Danmörk, Noregur og Svíþjóð þar sem margra áratuga hefð er fyrir flutningi fólks af erlendu bergi brotnu til landanna. Hinsvegar Finnland og Ísland þar sem innflyjendur hafa aðallega komið á síðustu tuttugu árum. Þar eru einnig, í samanburði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, tiltölulega fáir innflytjendur. Á Íslandi er ekki um að ræða atvinnulausa innflytjendur vegna þess að til þess að innflytjendur megi setjast að á Íslandi verða þeir að hafa atvinnu áður en þeir koma til landsins.
Á grundvelli þessa var ákveðið að miðað skyldi við hreyfanleika þegar námsleiðirnar væru valdar. Gengið var út frá að námsleiðir sem valið yrði úr væru fyrir nýbúa í starfi og að námið hefði í för með sér aukna möguleika á hreyfanleika. Nýbúar sem hefðu lokið því hefðu fengið framgang í starfi, farið í frekara nám eða orðið virkari samfélagsþegnar.
Verkefninu lauk með skýrslu þar sem slíkum tilboðum var lýst. Tveimur frá hverju Norðurlandanna. Afar mismunandi námsleiðir en sammerkt þeim öllum er að þau eru fyrir starfandi fólk eða eru sérstaklega miðuð að því að koma fólki í störf og gera það að virkari þátttakendum í samfélaginu. Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni:
www.norden.org/VuxnasLarande/sk/ANP2005712.e-book.pdf