Breytingar á DialogWeb

 

Greinar í tímaritið verða að jafnaði gefnar út á slóðinni www.dialogweb.net og úrval greina einnig á Fésbókinni. Stefnt er að því að blogg og greinar endurspegli starfsemi undirneta NVL. Á árinu mun DialogWeb beina sjónum að þeim þemum sem verða í forgangi á formennskutímabili Norðmanna fyrir Norrænu ráðherranefndinni og þema Evrópusambandsins um samfélagsþátttöku eldri borgara og samstöðu kynslóða.

NVL mun ekki gefa út prentaða útgáfu með úrvali greina frá síðasta ári. Hægt er að lesa greinarnar á Internetinu. Næsta prentaða útgáfa af ritinu verður með sama þema og norræn ráðstefna um nýsköpun sem haldin verður dagana 4. og 5. júní í Osló.