Brotthvarf frá námi í framhaldsskólum á Norðurlöndunum

 

Hins vegar hefur brotthvarf annars staðar á Norðurlöndum annaðhvort staðið í stað eða aukist á sama tíma. Svo virðist sem atvinnustig og þróun brotthvarfs tengist. Næg atvinnutækifæri virðast valda auknu brotthvarfi úr námi. Fyrir stóru kreppuna í Finnlandi var brotthvarf þar umtalsvert en mjög dró úr því í kreppunni. Líklegt er að kreppan hér á landi muni hafa svipuð áhrif þegar til lengri tíma er litið.
Í lok mars sl. kom út ný rannsókn á brotthvarfi í framhaldsskólum á Norðurlöndum. Þar er gerð grein fyrir umfangi og einkennum brotthvarfs í  löndunum fimm. Fram kemur að mynstur þess þar er um margt líkt. Í skýrslunni segir að meginástæða brottfalls sé lélegur árangur í upphafi skólagöngu, ekki hvað síst skortur á félagsfærni og dræm þátttaka í skólalífinu. Á milli 60 og 80 prósent nemenda í hverjum árgangi lýkur framhaldsskólanámi, en þrátt fyrir að þetta séu háar tölur er barist fyrir því í öllum norrænum ríkjunum að draga úr brottfalli þeirra sem eftir standa.

Nánar...