Brotthvarf nemenda á framhaldsskólastigi

 

Aðeins í Lúxemborg höfðu færri nemendur lokið námi á framhaldsskólastigi á tilskildum tíma, 41% nemenda, en þar í landi er algengt að nemendur þurfi að endurtaka námsár í skóla. Tveimur árum síðar höfðu 71% nýnema í Lúxemborg brautskráðst en 58% íslenskra, og er Ísland þar í neðsta sæti þeirra 11 OECD-ríkja sem höfðu sambærilegar tölur.
Að meðaltali höfðu 68% nýnema á framhaldsskólastigi í OECD löndunum brautskráðst á réttum tíma. Tveimur árum eftir að námi átti að vera lokið hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 81%. Þess skal getið að framhaldsskólanám er mislangt í OECD-ríkjunum. Algengt er að það sé 3 ár, en í sumum löndum er það 2 ár, í öðrum 4 ár eins og á Íslandi. Þá eru nemendur á Íslandi eldri en í flestum öðrum OECD-löndum þegar þeir ljúka framhaldsskóla á réttum tíma.

Meira: Hagstofa Íslands: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=9038