Brýn þörf fyrir færniþróun vinnuaflsins

 

Til þess að öðlast betri yfirsýn yfir aðstæður á vinnumarkaði, þörf fyrirtækja fyrir færni og til að tryggja að færniþróun sem atvinnutryggingasjóður (ALS) býður atvinnuleitendum sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins, tóku ALS og “Granskingardepilin” (miðstöð samfélagsrannsókna) höndum saman um framkvæmd könnunarinnar. Í henni kemur fram að mörg fyrirtæki hafa áætlanir um að ráða til sín fólk á næstu árum, þróa nýjar vörur og vinna nýja markaði. Til þess þarf menntun. Forsvarsmenn fyrirtækjanna benda ennfremur á að þörf sé fyrir frekari menntun og færniþróun fyrir starfsfólkið.

Meira um könnunina á Setur.fo