Call for Papers fyrir árlegra ráðstefnu Mimers

 
Mimer býður til vísindaráðstefnu í samstarfi við stofnuninni fyrir ABM (Arkiv, bibliotek och museér, skjalasöfn, bókasöfn og söfn) við háskólann í Uppsölum dagana 6. og 7. nóvember. Við bjóðum þér hér með að taka þátt með erindi á ráðstefnunni. Í ár hefur hún ekki fyrirfram ákveðið þema. Við tökum gjarnan á móti textum á mismunandi vinnustigum sem með mismunandi tilgátum og sjónarhornum endurspegla fjölbreytileika fullorðinsfræðslunnar. Við viljum helst að erindi þitt hefjist á stuttri lýsingu/kynningu á rannsókninni/verkefninu auk nokkurra málsgreina um hverskonar umfjöllun þú óskar eftir og hvaða spurninga þú munt fjalla um.
Á Tengslatorginu er boðið upp á tækifæri fyrir bæði vísindamenn og fræðsluaðila að kynna hugmyndir sínar eða verkefni á fjölbreyttan hátt. Óskir þú eftir að taka þátt væntum við þess að þú skilir inn útdrætti, hámark 1 A4 síða til kynningar fyrir aðra ráðstefnugesti á því sem þú munt fjalla um. Frestur til þess að tilkynna þátttöku, tillögum um erindi og útdrætti fyrir tengslatorgið rennur út 1. október nk. Efni sem berst fyrir þann tíma mun verða lagt til grundvallar að skipulagi á efni og tímasetningum ráðstefnunnar.
Boð á ráðstefnuna með nánari upplýsingum og þátttökutilkynningu verður tilbúið í lok ágúst sem pdf skjal á heimasíðu Mimer : www.liu.se/mimer. Þar mun einnig ver hægt að tilkynna þátttöku á rafrænan hátt.