CleverCompetence – Skapandi vinnusmiðja um heimsmarkmiðin

Það er mikilvægt að mynda sér skoðun og vera virkur á þann hátt er hægt að hafa áhrif! Nýtið ykkur tækifærið sem vinnusmiðjan veitir til að mynda ykkur skoðun. Nýtið tækifærið til þess að vera skapandi, ímyndið ykkur hvaða framtíð þið og vinir ykkar viljið upplifa árið 2030.

 
Hawkira K Axelsson, Lilja D. Alfreðsdóttir og Mariam Taretusy Ljósmyndari: Hulda Anna Arnljótsdóttir Hawkira K Axelsson, Lilja D. Alfreðsdóttir og Mariam Taretusy Ljósmyndari: Hulda Anna Arnljótsdóttir

Þannig hljómaði hvatning mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur til þátttakenda þegar hún setti vinnusmiðjuna CleverCompetence í Borgarleikhúsinu í Reykjavík nýlega. Að vinnusmiðjunni stóðu NVL í samstarfi við menntamálaráðuneytið, EPALE og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og hún fjallaði um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 4.7 um menntun fyrir alla. Vinnusmiðjan var hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina 2019. Markhópurinn var ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Ungt fólk hvaðanæva af Norðurlöndum tók virkan þátt í dagskránni og lagði fram fleiri hugmyndir og tillögur að lausnum. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins og NVL draga niðurstöðurnar saman og koma þeim á framfæri.

CCP tölvuleikir 

Dagskráin hófst með heimsókn til CCP. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 í Reykjavík. Með útgáfu EVE Online í maí 2003, vinsælasta leik fyrirtækisins, komst það á lista yfir mest skapandi fyrirtæki á sviði gagnvirkrar afþreyingar. CCP staðhæfir að þeir geti skapað sýndarveruleika sem er merkingarbærari en raunverulegt líf. Í kynningu fyrirtækisins fengu þátttakendur innsýn í hvernig sýndarveruleiki er skapaður og þau tækifæri sem tölvuleikir geta opnað fyrir menntun og þjálfun. Í kjölfarið fylgdu áhugaverðar spurningar og umræður meðal áheyrenda, um þá sem taka þátt í leiknum, tölvuleiki og hvernig þeir eru þróaðir.  

Verkstæðin 

Þátttakendur höfðu tækifæri til þess að taka þátt í tveimur af þremur tilgreindum verkstæðum: Fljúgandi teppi, Skóli framtíðarinnar og Borgarar framtíðarinnar. 

Fljúgandi teppi

Verkefni um menningarmót var kynnt. Það er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda.  Í verkefninu eru þátttakendur hvattir til þess að sjá ólíka menningu og mismunandi lífshætti sem tækifæri til þess að auðga líf sitt. Mismunandi menning var rædd í hópum. Þátttakendur höfðu fyrirfram verið beðnir um að taka með sér hluti sem þeir eru stoltir af, eða að gleðja þá og segja frá sínum sterku hliðum. Opna fjársjóðskistuna, draga fram fjársjóði sína og leyfa þeim að skína. Spurningin sem lá til grundvallar var: Hvað lætur þig blómstra? 

clever2.jpg

Verkstæðin: Skóli framtíðarinnar. Mynd: Hildur Oddsdóttir.

Skóli framtíðarinnar

Í gegnum praktísk verkefni fengu þátttakendur að vinna með hugmyndir sínar um menntun í fortíð, nútíð og síðast en ekki síst í framtíðinni. Þau nálguðust efnið bæði einsömul og í hópum til þess að komast að sameiginlegum grunni um námsmenn og nám í framtíðinni. Með því að samþætta praktísku verkefnin og skapandi hugmyndavinnu, bæði staðbundið og á vefnum, gátu þau komið hugmyndum sínum og tillögum um nám, sjálfbæra þróun og hnattræna borgara á framfæri til dæmis á padlet.com og menti.com en líka á pappír á góðan og gamaldags hátt. 

Borgarar framtíðarinnar

Framtíðin er ekki eitthvað sem gerist, við sköpum hana með öllum okkar gerðum og þeim ákvörðunum sem við tökum. Í vinnustofunni var hugtakið borgari rannsakað í kjölinn, sérstaklega hvernig borgararéttindi munu líta út í framtíðinni. Hvernig birtast borgararéttindi í vísindaskáldskap, kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum? Þátttakendur voru hvattir til þess að gera tilraun til þess að ákveða kjarnaatriði borgararéttinda í framtíðinni og meta hvernig menntun getur hugsanlega undirbúið okkur til þess að vera virk og áhrifamikil sem borgarar framtíðar.

Snjallt nám 

Það er ekki aðeins atvinnulífið sem ber merki um örar tæknibreytingar með tilheyrandi þrýstingi á kennslu og þjálfum. Gjörvalt menntasviðið frá leikskóla, til háskóla og fullorðinsfræðslu er undirorpið umfangsmiklum breytingum. Breið sátt ríkti meðal unga fólksins sem tóku þátt í vinnusmiðjunni um hvernig þau sjá fyrir sér að nám framtíðarinnar yrði hagað.   

Óháð stund og stað

Nýjar stafrænar námsaðferðir munu leysa gamlar af. Spjaldtölvur, snjallsímar og fartölvur tengd Internetinu munu gera þeim kleyft að leggja stund á nám, hvar og hvenær sem er og á þeim hraða hverjum og einum hentar best. Kennarar geta tekið fyrirlestra / kennsluna upp svo nemendur geta lært óháð því hvar þeir eru staddir. En þegar þau mæta í kennslustofuna, hvort sem er í raun og veru eða á netinu verða þau að taka virkan þátt, hugsa og leggja sitt af mörkum við samsköpun.   

Fakta:

Formennska Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndinni 2019

Ungt fólk, sjálfbær ferðaþjónusta og hafið eru þau málasvið sem áhersla er lögð á í formennskutíð Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina 2019. Önnur norræna forgangsmál eins og jafnréttismál, tölvuvæðing, sjálfbær þróun auk heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verða jafnframt flettuð í formennskuverkefnin.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru samstarfsáætlun heimsþjóða til þess að útrýma fátækt, berjast gegn misrétti og stöðva loftslagsbreytingar fyrir árið 2030.

clever3.jpg

Markmið 4 fjallar um menntun og á að tryggja að nemendur hljóti menntun sem hvetur til sjálfbærrar þróunar. Yfirskriftin er: „Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi.“

Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.

Staðbundið

Ef námið er staðbundið verður að breyta umhverfinu á róttækan hátt. Aukin náttúrleg birta, stærri gluggar, tenging við náttúruna, betra loft, meira úrval af húsgögnum, hækkanleg borð, skermar, stólar, sófar, jógaboltar fatboys. Mála veggi í litum og koma fyrir mörgum plöntum allstaðar. Andrúmsloftið á að virka afslappandi og styðja við þarfir þeirra sem vilja vera meira útaf fyrir sig.

Leikir og hermar

Leikjaupplifun getur skapast með tölvuleikjum eða álíka verkfærum sem herma eftir klæðskerasaumuðu námsfyrirkomulagi, hvort sem þeir tengist raunverulegum verkefnum eða vinnuumhverfi. Notkun leikja getur eflt hvatningu til náms. Hjá CCP kynntust þátttakendur Sparc leiknum sem er sýndarveruleiki með spennandi og krefjandi íþrótt. Hægt er að spila einn og takast á við passandi áskoranir eða á Internetinu með vinum í skemmtilegri, félagslegri keppni.  

Einstaklingsmiðað

Ein bók eða sama aðferð fyrir alla gildir ekki. Fjölbreytt tilboð á öllum stigum verða aðgengileg á Internetinu. Í stafrænu námsumhverfi er hægt að safna saman og greina mikið magn af  samhangandi gögnum. Það getur leitt til aukins skilnings og bætt námsferlið. Byggt á slíkum greiningum geta aðlögunarhæf námskerfi lagað kennsluna jafnt og þétt að þörfum hvers þátttaka og getu. 

Hnattvæðing

Enska var sameiginlegt tungumál, annað mál fyrir flest þeirra og unga fólkið hafði góð tök á enskunni. Marir þátttakendur létu í ljósi ósk um að geta tileinkað sér einhver af „stóru“ málunum, nefndu spænsku, frönsku og þýsku. Íslendingarnir staðfestu samt að það væri gagnlegt að læra dönsku, norsku eða sænsku í skólanum.

Gagnrýnin og skapandi hæfni

Aftur að opnunarerindi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um markmiðið sem snýr að því að allir eigi að hafa aðgang að ævinámi fyrir 2030. Tími til að grípa til aðgerða ef breyta á stöðunni er runninn upp. Breytingar eru oftar en ekki kerfisbundnar og allt tengist öllu. Hvatningin til unga fólksins fólst í að biðja þau um að beita gagnrýninni hugsun til þess að skapa breytingar! Halda áfram að vera skapandi, finna upp á nýjum aðferðum og leiðum til þess að hafa áhrif á þróunina. Með samstarfi, samsköpun væri hægt að leysa vandamálin sem blasa við heiminum. 

Við lok vinnusmiðjunnar gáfu fleiri þátttakendur til kynna að þeim þætti þetta spennandi og afar áhugaverður viðburður og þau myndu gjarnan vilja leggja sitt af mörkum til þess að halda starfinu áfram í hinum löndunum.