DEMOS

 
DEMOS stendur fyrir lýðræði, vald og virka samfélagsþátttöku meðborgaranna. Með fyrstu DEMOS ráðstefnunni í Danmörku árið 2006 hófst breið lýðræðissamræða sem haldið var uppi á stórum ráðstefnum sem smáum málfundum á Norðurlöndunum. Nú er komið að Íslandi að halda samræðunni gangandi. Boðað er til lýðræðissamræðu föstudaginn 16. nóvember í Norræna húsinu í Reykjavík. Að ráðstefnunni standa NVL á Íslandi (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) og Leikn, samtök fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi. Meðal fyrirlesara er John Steen Johansen ritstjóri bókarinnar DEMOS – en antologi om magt, demokrati og aktivt medborgerskab i Norden flytur fyrirlestur.
Bókin og frekari upplýsingar eru á  www.nordvux.net/page/245/demos.htm