Danir bestir í nýsköpun í ESB – en lélegastir í að nýta hana í vöxt og störf

Rannsóknir Gallup í Evrópu sýna að Danir eru meðal þeirra þjóða sem bera af hvað varðar hæfni til að finna upp á nýjum vörun, vinnuferlum og aðferðum við markaðsfærslu. Samkvæmt upplýsingum úr vikuritinu A4 leiða nýsköpunaraðgerðirnar þó ekki til viðunandi vaxtar og nýrra starfa.

 

Í vikuritinu U4 kemur fram að Danir skara fram úr öðrum þjóðum í Evrópusambandinu hvað varðar nýsköpun. Danir skora hæst þegar litið er til þess að finna upp á nýjum vörum og vinnuferlum og aðeins þrjár þjóðir eru þeim fremri í nýjum aðferðum við markaðssetningu. Staða þeirra skýrist meðal annars af  auðveldum aðgangi að rannsóknum og ráðgjöf og sveigjaleika danska flexicurity-líkansins sem auðveldar ráðningu og uppsögn starfsfólks. Þar að auki er talið að hlutfallslega hár launa- og kostnaðar virki sem drifkraftur nýsköpunar vegna þess að samkeppnisforskot Dana byggir ekki á verði heldur gæðum. 

Samkvæmt vikuritinu skortir þó að að nýsköpunin leiði til aukins vaxtar og fleiri starfa. Öfugt við ráðleggingar Framleiðniefndarinnar, bendir Peter Karnø, prófessor við Álaborgarháskóla meðal annars á nauðsyn þess að beina sjónum að grænum vexti og breytingum sem tengjast loftslagsáhrifum sem leið til að efla grænan vöxt og ný störf með nýsköpun. Þá vantar áhættufjármagn og að góðu hugmyndirnar verði greindar fyrr á ferlinum þær vinsaðar úr en hinum hent. 

Nána um Evrópukönnun Gallup í Vikuritinu A4.
Nánar um hvað felst í að nýta nýsköpun til vaxtar og sköpun nýrra starfa í Vikuritinu A4.