Danmörk er í fyrsta sæti námslanda

 
Könnun sem gerð var á vegum fyrirtækisins Cirius sýnir að 73% aðspurðra námsmanna settu Danmörku í fyrsta sæti þegar þeir áttu að velja land til þess að nema í.  Mikilvægustu atriðin sem skiptu máli við valið á Danmörku sem námslandi voru gæði menntunarinnar, betri tækifæri  til starfsframa og að kennslan fer fram á ensku.  Samkvæmt könnuninni kjósa margir að sejtast að í Danmörku. Könnunin er hluti af stærri greinargerð á alþjóðlegu námsumhverfi  og markaðsetningu Danmerkur sem námslands.
Lesið meira (link)