Danska ríkisstjórnin hefur komist að samkomulagi um fjárlög vinstriflokkanna við SF og Enhedslisten

 

 

Þann 13. nóvember 2014 tókust samningar á milli dönsku ríkisstjórnarinnar, Danska þjóðarflokksins, (SF) og Einingarflokksins (Enhedslisten) um fjárlög næsta árs. Fjármálaráðherra Dana, Bjarne Corydon gaf fjárlögunum nafnið „Fjárlög samfélagsins“ í fjárlögunum er lögð áhersla á að styrkja ýmis velferðarsvið m.a. aðgerðum í áttina að grænu hagkerfi, loftslagsmálum, velferð, traustari vinnumarkaði auk málefna flóttamanna og þróunaraðstoðar.  

Með samningnum falla lögin um gagnkvæma framfærsluskyldu sem tóku gildi 1. janúar 2014 úr gildi og við tóku ný framlög staðgreiðslu til þeirra sem fullnýtt hafa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þá verða veitt framlög til aukinna aðgerða á sviði vinnumarkaðsmála til að sporna við félagslegu undirboði .

6,5 milljörðum danskra króna verður varið til heilbrigðismála, einkum til meðhöndlunar á krabbameini, tímanlegrar greiningar á krónískum sjúkdómum og aðgerðum til koma í veg fyrir að sjúkrahús fari yfir hámarksnýtingu.

Einum milljarði króna verður varið til að tryggja fleira fagmenntað starfsfólk á dagvistarstofnunum og þá verður svokallað klippikort fyrir heimahjálp innleitt til þess að eldri borgarar geti sjálfir ákveðið til hvers klippunum verður varið.

Lesið dönsku fjárlögin á heimasíðu fjármálaráðuneytisins