Danskir nemar í starfnámi eru eldri en nemar annarsstaðar í Evrópu

 

Dönsku starfsnámsnemar eru þar að auki elstir, eða að meðaltali 21,8 år, þegar þeir hefja starfsnám. Í Austurríki er meðalaldurinn 15 ár , í Sviss 17 og 19 ár í Þýskalandi. Dönsku nemarnir eru einnig meira en sex árum eldri en nemar annars staðar þegar þeir ljúka náminu, hafa náð 28 ára aldri.  Orsakir þessa eru meðal annars að danskir nemar eru lengur að ljúka námi, skipta oftar um námsbraut og seinkar í námi vegna skorts á nemaplássum á vinnustað. Bent er á að verði  þróunin óbreytt geti það leitt til vandræða vegna þess að þá mun skorta 30 þúsund faglærða starfmenn árið 2020. Góðir fagkennarar leika lykilhlutverk í bæði framleiðslufyrirtækjum, við verslun og þjónustu sem og  í opinberum rekstri.

Lesið skýrsluna: PDF