Dönsk fyrirtæki skara framúr fyrirtækjum á Norðurlöndunum við að nýta fjárfestingar til rannsókna og þróunar

Niðurstöður nýrrar greiningar sýna að dönsk fyrirtæki fá meira út úr þeim fjárfestingum sem varið er til rannsókna þróunar en fyrirtæki annarsstaðar á Norðurlöndunum.

 
Dönsk fyrirtæki skara framúr fyrirtækjum á Norðurlöndunum við að nýta fjárfestingar til rannsókna og þróunar Thomas Glahn/norden.org

Fyrri greiningar af fjárfestingum fyrirtækja í rannsóknum og þróun hafa sýnt fram á jákvæða ávöxtun, en fram til þessa hefur reynst erfitt að meta ávöxtunina í samhengi við fyrirtæki í öðrum löndum. Í nýrri greiningu sem Mennta- og vísindaráðuneytið í Danmörku stóð fyrir í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina er þróunin könnuð í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð

Í niðurstöðum greiningarinnar kemur meðal annars fram að dönsk fyrirtæki ná mestum arði af fjárfestingu sem verið er til rannsókna og þróunar í samanburði við fyrirtæki á örðum norrænum löndum og að fyrirtæki í Danmörku og Finnlandi fá mest út úr fjárfestingum til rannsókna og þróunar á sviði vistvænnar tækni, en norsk og sænsk fyrirtæki minna. 

Fréttatilkynning Mennta- og vísindaráðuneytisins hér.