Dregur úr atvinnuleysi

 
Að sögn Karls Sigurðssonar, forstöðumanns vinnumála hjá Vinnumálastofnun, nýtur atvinnuástandið enn góðs af sumarsveiflunni. Segir hann ráð fyrir gert að atvinnuástandið versni um 1% á mánuði fram í febrúar á næsta ári. Samkvæmt tölum stofnunarinnar voru í lok september alls 7.397 einstaklingar sem verið höfðu án atvinnu í meira en hálft ár og 1.024 í meira en eitt ár. Karl segir þörfina fyrir ýmis úrræði og endurmenntun aukast eftir því sem langtímaatvinnuleysi aukist. Bendir hann á að í lok september hafi 1.084 einstaklingar verið í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Er þar bæði um að ræða starfs- og námstengd úrræði, námssamningar, nýsköpunarverkefni, starfsþjálfun og reynsluráðning.