Dreifstýrð og sveigjanleg – ný stefna fyrir æðri menntun

Ríkisstjórnin í Noregi lagði í júní fram nýja stefnu fyrir tækniskóla og háskóla. Opna á menntakerfið til þess að fleiri geti lagt stund á nám óháð búsetu og aðstæðum í lífinu.

 

Ríkisstjórnin í Noregi lagði í júní fram nýja stefnu fyrir tækniskóla og háskóla. Opna á menntakerfið til þess að fleiri geti lagt stund á nám óháð búsetu og aðstæðum í lífinu.

Í stefnunni er meðal annars; ný héraðsáætlun, alstafræn námstilboð og tilhögun byggð á umsóknum fyrir fræðslumiðstöðvarnar.

Stefnan nær yfir fjögur aðgerðasvið og ótal aðgerðir. Mikilvægustu aðgerðirnar eru:

  • Stofnun nýrrar héraðsáætlunar til þess að virkja eftirspurnarhliðina svo að þróuð verði námstilboð sem þörf er fyrir
  • Koma á nýju fyrirkomulagi svo að fræðslumiðstöðvarnar geti sótt um fjármögnun verkefna og virkni í samstarfi við tækniskóla og háskóla
  • Koma á laggirnar alstafrænum námstilboðum
  • Leggja áherslu á sveigjanleg og dreifstýrð tilboð við úthlutun fjármangs sem styður útvíkkun á afkastagetu háskóla
  • Vinna við að gera fyrirkomulag námslánasjóðsins sveigjanlegra til þess að gera fólki kleift að bæta við sig námi óháð kringumstæðum í lífinu

Hér má lesa alla stefnuna