Drög að reglugerð um framhaldsfræðslu

 

Drög að reglugerð um framhaldsfræðslu hafa verið undirbúin á grundvelli ákvæða laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Fjórir vinnuhópar skipaðir starfsfólki mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sérfræðingum utan ráðuneytis unnu að undirbúningi reglugerðarinnar síðari hluta árs 2010 og voru meginniðurstöður þeirra kynntar og ræddar á ráðstefnu ráðuneytisins um innleiðingu laga um framhaldsfræðslu 19. nóvember 2010. Starfsmenn ráðuneytisins hafa síðan dregið efni starfshópanna sama í heildstæð reglugerðardrög sem voru kynnt og rædd í vinnuhópum á samráðsfundi ráðuneytisins og fræðsluaðila í framhaldsfræðslu 24. mars 2011. Ráðuneytið telur mikilvægt að fá viðbrögð hagsmunaaðila við þessum drögum áður en gengið verður frá þeim til útgáfu.

Drög að reglugerð: PDF