EK-U hefur ákveðið að starfi NVL verði fram haldið á næsta fjögurra ára tímabili 2013-2016

 

NVL mun þróast áfram sem tengslanet og vettvangur fyrir fullorðins- og alþýðufræðslu í norrænu löndunum. Í matsskýrslu um starfsemi NVL kemur fram að þemun sem eru í forgangi hjá Norrænu ráðherranefndinni og NVL eru mikilvæg fyrir sviðið. Ný þekking hefur orðið til og henni miðlað af mörgum vinnuhópum NVL við jákvæðar undirtektir. Þátttakendur á norrænum vettvangi telja að samstarf, miðlun reynslu og áhugaverðir fundir leiði til virðisauka þeirrar vinnu sem fer fram hjá  fjölmörgum fullorðinsfræðsluaðilum og á vinnustöðum í norrænu löndunum.

www.vox.no