EQM gæðavottun

 

EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis. Tilvist innra gæðakerfis er eitt af skilyrðum þess að fræðsluaðilar geti sótt um viðurkenningu  mennta- og menningarmálaráðherra til þess að annast framhaldsfræðslu  samkvæmt lögum nr. 27/2010. EQF gæðakerfi fræðsluaðila fullnægir skilyrðum IV. kafla laga um framhaldsfræðslu um mat og eftirlit með gæðum.

Meira um EQF (með krækjum í nánari upplýsingar á IS, DK, NO og EN): www.europeanqualitymark.org/home/