ESB styður menntun á Grænlandi

Menntamál á Grænlandi hafa fengið fjárhagsstuðning eftir að ESB ákvað að hækka styrki til Grænlands.

 

ESB og Grænlenska ríkisstjórnin hafa nýlega komist að samkomulagi sem tryggja styrki til menntunar á Grænlandi að upphæð 1,6 milljarða danskra króna frá 2014 til 2020. Samningurinn tók gildi að lokinni atkvæðagreiðslu Evrópuþingsins. 

Grænland er ekki aðili að ESB, en telst til svokallaðra 26 handan hafs svæða og landa, sem hafa tengslasamninga við ESB til þess að styrkja efnahag og efla samkeppnishæfni.   

Nánar á Business.dk

Anne Rønne, anneroenne(ät)gmail.com