EURAXESS er hluti af rannsóknaáætlun Evrópusambandsins FP7, sem frá 1. janúar 2014 ber yfirskriftina Horizon 2020. Öll lönd sem eru aðilar rannsóknasamstarfinu hafa stofnað Euraxess þjónustumiðstöðvar í því skini að veita vísindamönnum, sem flytja til annarra landa til þess að leggja stund á rannsóknir, ráðgjöf. Því er vefgáttin EURAXESS á Færeyjum mikilvægt verkfæri sem nýtist bæði erlendum vísindamönnum sem koma til Færeyja og vísindamanna sem flytja til annarra landa. Færeyska Euraxess er hýst hjá Rannsóknaráðinu í Færeyjum.
Nánar um Euraxess á Færeyjum á www.euraxess.fo (á ensku og færeysku), á www.gransking.fo og sækið fréttatilkynningu um opnunina á Setur.fo.