Einingar og hæfnivottun í alþýðufræðslunni

Margir gleðjast yfir því að fá tækifæri til þess að fá einingar eftir að hafa sótt alþýðufræðslu eða fræðslu í þriðja geiranum. Í Finnlandi eru hæfnivottun skref í því ferli. En er það rétta leiðin?

 
 Einingar og hæfnivottun í alþýðufræðslunni Menntun sem varðar öryggi íbúa er dæmi um námskeið sem nú er hægt að meta í samstarfi við símenntunarmiðstöð SFV í Helsinki. Ljósmyndari: Karin Lindroos.

– Þetta skapar meiri vinnu fyrir stofnanirnar, en um leið virkar þetta hvetjandi fyrir einstaklingana til þess að taka af eigin vilja þátt í námi sem lýkur með staðfestingu á námi og þekkingu, segir Anna-Karin Öhman.

Hún ber ábyrgð á þróunarstarfi sem varðar mat á raunfærni við fræðslumiðstöðina Vini sænska grunnskólans, (Svenska Folkskolans Vänner) í Helsinki.

Anna-Karin Öhman er varkár þegar hún svarar spurningunni um hvernig allt það fólk sem velur að taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka muni bregðast við hæfniviðmiðum í starfi sem það hefur fram að þessu talið frjálsa.

– Það er mikilvægt að gagnrýna gaumgæfilega kosti og ókosti við ferlið. Ríkjandi skoðun er að alþýðufræðslan eigi að vera án krafna um frammistöðu og mat, segir hún.

Anna-Karin Öhman Anna-Karin Öhman vinnur við þróun nýrra verkfæralíkana fyrir raunfærnimat innan alþýðufræðslunnar í Finnlandi. Ljósmyndari: Karin Lindroos

Leggjum mat á þekkingu ungs fólks

Kostir raunfærnimats fyrir frjáls félagasamtök virðast vega þyngra. SFV hefur sem eina menntastofnuninni í sænskumælandi Finnlandi valið að leggja umtalsverða áherslu á að þróa svona raunfærnimat. Þetta eru spennandi nýmæli. Orsök aukinna vinsælda er að í nýjum stjórnarsáttmála Finna er lögð áhersla á símenntun og mikilvægi þess að áunnin þekking sé metin.

– Grunnhugmyndin er að við lærum allt lífið, en á ólíkum stöðum og á ólíkan þátt. Við lærum ekki aðeins í skólanum, segir Anna-Karin Öhman.

Hún nefnir sem dæmi að unglingar sem hafi í fjölda ára verið virkir þátttakendur á námskeiðum og borið ábyrgð á stjórnunarverkefnum meðal annars í skátahreyfingunni. Fram til þessa hefur ekki verið litið á menntun af þessu tagi sem formlega þegar kemur að áframhaldandi námi við menntastofnun í formlega kerfinu.

– Samt sem áður vitum við að stór hluti þeirra unglinga sem eru virkir í frjálsum félagasamtökum og stofnunum muni í framtíðinni gegna leiðtogastörfum í samfélaginu. Þau eiga að fá að vera stolt yfir námi af þessu tagi og finna að það er líka metið að verðleikum, segir Anna-Karin Öhman.

- Lesið líka greinina ”4H satsar på akademi som validerar ungas fritidsverksamhet”.

Einingar sem eru færðar til bókar í námsupplýsingakerfi þjóðarinnar

SFV gefur út skírteini á formi þar sem mælt er með jafngildingu ákveðinna eininga. Skírteinin geta ólíkar stofnanir valið að staðfesta eða ógilda allt eftir þeim forsendum sem eru gerðar til inngöngu í eigin námsbrautir og með tilliti til innihalds.

Langtímamarkmið á landsvísu sem nú er unnið að, er að þekking sem aflað hefur verið með þátttöku í alþýðufræðslunni eða starfi frjálsra félagasamtaka til að nefna dæmi, verði skráð í námsupplýsingaveituna KOSKI (sbr. INNA á Íslandi). Þar er haldið utan um námsframvindu og prófverkefni einstaklinga.

– Í þess háttar tilvikum verður að hafa samþykki einstaklingsins. Það er mikilvægt í ferlinu. Jafnframt þarf að gera kröfu um skýr og samræmd hæfniviðmið sem ber saman við rafræna námsskrá landsins og prófgráðuviðmið, segir Anna-Karin Öhman.

Einingar og hæfnivottun í alþýðufræðslunni Vinir sænska grunnskólans vinna að námskeiðum og námsbrautum í samstarfi við ólíka aðila í sænskumælandi hlutum Finnlands. Ljósmyndari: Karin Lindroos.

Spánný hæfnivottun

SFV hefur áður unnið með rúmlega sextíu ólíkum fræðslusamböndum í Finnlandi. Í samstarfi við mörg þeirra hefur um langt skeið falist námskeiðshald.

– Við höfum nú komið á vinnuhópi með fulltrúum nokkurra þessara samband. Hluti vinnunnar við raunfærnimatið felst í að búa til hæfnivottun en við byrjum í litlum mæli, segir Anna-Karin Öhman.

Hún lýsir þriggja þrepa ferli þar sem í upphafi eru mótuð viðmið. Síðan fá einstaklingarnir tækifæri til þess að meta í hve miklu mæli þekking þeirra mætir viðmiðunum. Að lokum verður ákvörðunin á hendi lögbundins yfirvalds. Það gæti til dæmis verið vinnuhópur með fulltrúum atvinnulífsins og menntastofnana á sviði alþýðufræðslu. Í okkar tilfelli er það SFV sem ákvarðar hvort þekking einstaklingsins mæti kröfum sem gerðar eru fyrir vottun á ákveðinni hæfni.

– Margir meta frítíma sinn mikils og sambönd berjast fyrir því að fá sjálfboðaliða til starfa. Í besta falli getur tækifæri til raunfærnimats virkað til þess að efla áhuga fyrir að taka þátt, segir Anna-Karin Öhman.

- Lesið líka greinina Raunfærnimati samkvæmt norrænu gæðalíkani komið á í Austur-Gautlandi.

Ný orð auka gildi

Á þessum fyrsta hluta ferlisins ver SFV til umtalsverðum tíma til þess að aðstoða stofnanir við að meta námskeið þeirra og tilboð. Herferðin „Mín menntun (se. Min bildning) hefur verið tækifæri til þess að fara út í þjóðfélagið og miðla upplýsingum.

– Það borgar sig ekki að meta raunfærni eftir stök námskeið. Matið á við um regluleg og endurtekin námskeið og yfirgripsmiklar námsheildir, segir Anna-Karin Öhman.

Gagnsemi raunfærnimatsferlisins getur verið á annan hátt en hugsanlegar námseiningar.

– Fyrir einstaklinginn getur verið verðmætt að geta orðað þá þekkingu sem hann hefur aflað sér. Hvað er það eiginlega sem ég hef lært?, segir Anna-Karin Öhman. Sem dæmi má nefna að þátttaka í námskeiðinu Ökuskírteini út í atvinnulífið (se. Körkort till arbetslivet) fyrir unga atvinnuleitendur snúist um mat á þekkingu sem er verðmæt bæði fyrir atvinnulífið og frístund.

– Það mætti meira að segja telja heilsu- og vellíðan sem felst í auknu sjálfstrausti og jákvæðra lífsviðhorfa til tekna líka.

– Af sjónarhóli stofnunarinnar getur hinsvegar verið mikilvægt að orða hverrar tegundar þekkingin er eiginlega sem látin er samfélaginu í té, segir Anna-Karin Öhman.