Einni milljón sænskra króna veitt í þróunarverkefni með rómakonum

Vefnámskeið, jafnréttistarf og menntun leiðbeinenda í námsflokkum eru dæmi um verkefni sem lýðskólar og fræðslusambönd fá stuðning við að ná til fleiri rómakvenna. Alþýðufræðsluráðið hefur úthlutað einni milljón sænskra króna til sex verkefna sem eiga að bæta tækifæri rómakvenna til að sjá fyrir sér eða til frekari menntunar.

 
NVL: 10/2013 NVL Frettir

„Alþýðufræðslan leikur mikilvægt hlutverk í því að efla tækifæri ólíkra minnihluta í samfélaginu. Í þetta skipti höfum við beint sjónum að rómakonum“, segir Britten Månsson-Wallin, framkvæmdastjóri Alþýðufræðsluráðsins.

Nánar á Folkbildning.se.