Námið á að veita nýja innsýn og innblástur, en einnig að tryggja að þekkingunni verði miðlað á milli norrænna menntastofnana, frjálsra félagasamtaka og almennt í samfélaginu. Tilraunaverkefnið felst í námi sem tekur heilt ár, dreifist á fjögur skipti í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku og veitir 15 einingar. Námið er ókeypis en þátttakendur verða sjálfir að greiða ferðakostnað.
Markhópur eru leiðbeinendur og skipuleggjendur náms og menntunar. Markmiðið með náminu er að veita fræðslusamböndum, frjálsum félagasamtökum, lýðskólum og öðrum sem hafa áhuga á að afla sér þekkingar sem veitir innsýn í þær áskoranir sem blasa við okkur sem íbúum, staðbundið, svæðisbundið og alþjóðlega. Námið á að veita þekkingu til þess að finna góðar lausnir og tækifæri. Ætlunin er að námið hafi áhrif á þróun samfélags veiti áræði til þess að gera breytingar á hegðun til góðs fyrir ókomnar kynslóðir.
Aðstandendur verkefnisins eru Samtök fræðslusambanda í Noregi, Sjálfseignarstofnunin Idébanken einnig í Noregi og Fagháskólinn Novia í Finnlandi.
Nánari upplýsingar um námið, bakgrunn, kröfur og skráningu er að finna á slóðinni: www.nordvux.net/natverk/arbetsgrupper/hallbar-utveckling
Ellen.Stavlund(ät)vofo.no