Einstök færni fyrir framtíðina

Þekking á sjálfbærri þróun er heiti á norrænu tilraunaverkefni um endurmenntun sem sniðin er að þörfum fullorðinna og fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Námið er þróað af Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna, NVL sem í áraraðir hefur leitað leiða sem gera okkur hæfari til að axla ábyrgðina á að gera sjálfbæra þróun að hluta af hversdaglífi okkar. Í nýrri áætlun ráðherranefndarinnar «Grønn vekst The Nordic Way» er fjallað um sömu áskoranir og því hefur nefndin ákveðið að veita styrk til tilraunaverkefnisins. Með því gefst tækifæri til þess að bjóða þátttakendum upp á framsýna þekkingu þvert á kenningar og praxís og út frá norrænu sjónarhorni.

 

Námið á að veita nýja innsýn og innblástur, en einnig að tryggja að þekkingunni verði miðlað á milli norrænna menntastofnana, frjálsra félagasamtaka og almennt í samfélaginu. Tilraunaverkefnið felst í námi sem tekur heilt ár, dreifist á fjögur skipti í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku og veitir 15 einingar. Námið er ókeypis en þátttakendur verða sjálfir að greiða ferðakostnað.
Markhópur eru leiðbeinendur og skipuleggjendur náms og menntunar. Markmiðið með náminu er að veita fræðslusamböndum, frjálsum félagasamtökum, lýðskólum og öðrum sem hafa áhuga á að afla sér þekkingar sem veitir innsýn í þær áskoranir sem blasa við okkur sem íbúum, staðbundið, svæðisbundið og alþjóðlega. Námið á að veita þekkingu til þess að finna góðar lausnir og tækifæri. Ætlunin er að námið hafi áhrif á þróun samfélags veiti áræði til þess að gera breytingar á hegðun til góðs fyrir ókomnar kynslóðir. 
Aðstandendur verkefnisins eru Samtök fræðslusambanda í Noregi, Sjálfseignarstofnunin Idébanken einnig í Noregi og Fagháskólinn Novia í Finnlandi. 

Nánari upplýsingar um námið, bakgrunn, kröfur og skráningu er að finna á slóðinni: www.nordvux.net/natverk/arbetsgrupper/hallbar-utveckling

Ellen.Stavlund(ät)vofo.no