Ekki dugar að beita fjárhagslegum refsingum til þess að koma atvinnulausum í vinnu

 

Refsiaðgerðir sveitarfélaganna eru mismunandi, en þeim fjölgar stöðugt sem beita refsingum á einn eða annan hátt.  Í könnuninni kemur fram að það ber ekki árangur að hætta að greiða bætur til atvinnulausra í þeim tilgangi að þeir fái sér vinnu. Margir þeirra sem njóta atvinnuleysisbóta geta leyst úr fjárhagsvandræðum sínum um tíma en fara síðan aftur á bætur. Í skýrslunni er mismunandi aðgerðum lýst, beiting fjárhagslegra refsinga og markhópurinn er greindur. Hlutfall ungs fólks undir 25 ára aldri er 42% og af þeim eru karlar í meirihluta.

Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni: www.akf.dk/udgivelser/container/2011/udgivelse_1165/