Ekki er nægilega skýrt kveðið á um endur- og símenntun í finnskum lögum

Framtíðarhúsið SITRA í Finnlandi hefur kynnt ráðleggingar um hvernig bæta má sí- og endurmenntun í Finnlandi, eitt atriðið varðar þörf á nýjum lögum um sviðið.

 
Illustration: Jesper Vuori & Veera Pienimaa, Miltton Oy Illustration: Jesper Vuori & Veera Pienimaa, Miltton Oy

Ef einhver alvara á að fylgja vilyrðum Finna um að verða fremstir á sviði ævináms í heiminum er tímabært að endurskoða lagasetningu landsins. Það staðfestir vinnuhópur sem með aðstoð SITRA hefur farið yfir þær fjölmörgu mismunandi áskoranir sem blasa við í Finnlandi. 

Í könnuninni: Á hvaða forsendum? Hvernig á að setja lög um ævinám? staðfesta höfundarnir meðal annars að umfjöllun um ævinám endi oft ofan í skúffu. Þörf sé á auknu samstarfi, sem og betri samhæfingar á milli mismunandi opinberra aðila. Fram kemur að nú skorti heildarmynd. 

Nánar hér (á finnsku).