Endurhæfing í heimahjúkrun

Frá því í janúar 2015 hefur sveitarfélögum borið skylda til að bjóða íbúum sem óska eftir heimahjúkrun upp á endurhæfingu.

 

Þetta hefur í för með sér miklar breytingar fyrir starfsfólk heimahjúkrunar, sem þurfa að uppfylla nýjar hæfnikröfur í formi aukins samstarfs við íbúana og aðra faghópa. Þrír af hverjum fjórum finnst jákvætt að vinna við endurhæfingu og upplifa aukin gæði og vinnugleði. En þeim fjölgar sem láta í ljósi að það hafi orðið erfiðara að uppfylla þarfir íbúanna og margir íhuga að segja upp.

Rannsóknir sýna að afar athyglisverða andstæður. Starfsfólki finnst að tækifærum til þess að mæta þörfum eldri borgaranna hafi fjölgað en samtímis hafi tækifærum til þess að fullnægja kröfum eldri borgaranna fækkað og íhuga af þeim sökum að segja starfi sínu lausu.

Könnunin er hluti umfangsmikillar könnunar á vegum rannsóknamiðstöðvar sveitarfélaganna í Danmörku og er unnin í samstarfi við háskóla á Norðurlöndunum til að kortleggja vinnuumhverfi í umönnun eldri borgara á Norðurlöndunum. Verkefninu lýkur í desember 2016.