Endurnýjuð menntun: BA í viðskiptamálum og þýðingum

 

Hætt verður að kenna eftir núverandi námsleið túlka og þýðenda í Sisimiut í júní næstkomandi. Menntunin flyst til Ilisimatusarfik i Nuuk, þar sem boðið verður upp á nýtt nám til BA prófs í viðskiptamálum og þýðingum. Nám til BA prófs í viðskiptamálum og þýðingum tekur 3 og ½ ár eða er hálfu ári lengra en sú námsleið sem nú er í boði. Fyrsti hópurinn hefur nám í september.
Fögin sem kennd verða eru grænlenska, danska og enska. Aukafög sem tilheyra náminu eru almennur tungumálaskilningur, málvísindi, hagfræði, landafræði og menning. Verklegt nám er hluti af menntuninni.   
Að náminu loknu eru tækifæri til þess að bæta við tveggja ára viðeigandi námi til meistaraprófs ýmist í   Ilisimatusarfik eða erlendis.

Meira: Uni.gl