Endurskoða á nám í menntaskólum í Finnlandi

 

Markmið umbótanna er að styrkja almenna menntun og auk þess að efla námsfærni í framtíðinni. Nám í menntaskólum á að vera betur samþætt, það á að veita betri yfirsýn yfir heildina og sameiginlegt nám fyrir alla. Jafnframt er stefnt að því að skapa menningu sem byggist á meiri samheldni og virkari þátttöku.
Menntaskólanám framtíðar á að veita tækifæri til aukins sveigjanleika fyrir nemendur og að hægt verði að bjóða upp á það annarsstaðar í skólakerfinu. Tryggja ber sérkenni fullorðinsfræðslunnar til framtíðar. Tillögur vinnuhópsins eiga að stuðla að jafnrétti og jafngildi menntunar í öllu  Finnlandi.

Nánar á  heimasíðu menntamálaráðuneytisins Minedu.fi.