Endurskoðun á inntöku nemenda í háskóla

 

Vinnuhópurinn leggur einnig til að umsóknaferli um háskóla og starfsmenntaháskóla eigi að vera sameiginlegt. Núverandi kerfi, sem eru aðskilin, beri að sameina og taka eigi nýtt kerfi í notkun árið 2013. Leggja beri áherslu á að viðmið við inntöku séu fyrirsjáanleg og gagnsæ, háskólarnir gefi til kynna hvaða einkunnir á stúdentsprófi eða starfsmenntaprófi séu nauðsynlegar til þess að viðkomandi komist inn í nám án þess að taka inntökupróf.  

www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2010/03/opintojen_nopeuttaminen.html?lang=sv