Er frumvarp til fjárlaga til þess fallið að tryggja framtíðina eða skemmdarverk?

 

Stjórnarflokkarnir, Danski þjóðarflokkurinn og Kristilegu lýðræðissinnarnir í Danmörku hafa náð samkomulagi um frumvarp til fjárlaga fyrir 2011. Samkvæmt umfjöllun ráðuneytisins eru fjárlögin talin skref í átt að sjálfbærri þróun og bent er á að í þeim felist framlög upp á 2,4 milljaðra danskra króna sem meðal annars eru ætlaðar til þess að fjölga nemaplássum og fjármagna aukin umsvif á sviði menntunar frá og með árinu 2011 og að draga úr áður áætluðum niðurskurði til lýðskólanna samkvæmt Endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar.

Ekki allir deila þessari skoðum á fjárlögunum. Í greiningu, sem gerð var af vinnumarkaðsráði verkalýðshreyfingarinnar, kemur fram að samkvæmt svokallaðri endurreisnaráætlun fjárlaganna verða framlög til rannsókna og menntamála skert sem svarar 5 milljörðum danskra króna fram til ársins 2013. Framlög til framhaldsskólastigsins verði skert um 750 milljónir árið 2011. Í vikuritinu A4 er haft eftir Ove Kaj Pedersen, prófessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS), að hugsanlega sé það vandamál að ríkisstjórnin aðhyllist annars vegar vöxt drifinn af áherslu á þekkingu og færni en skerði hinsvegar harkalega niður framlög til menntunar og rannsókna. 
Meginspurningin er hvort nú hafi hámarks afkastagetu verið náð og héðan af muni niðurskurðurinn bitna verulega á gæðum. Fullorðinsfræðslumiðstöðvar hafa þegar brugðist við og telja fjárlögin vanhugsuð.   Fullorðinsfræðslumiðstöðvunum er gert að spara 460 milljónir danskra króna af sameiginlegri fjárhagsáætlun upp á  2 milljarða eða sem svarar 24%. Í fréttatilkynningu frá starfsmenntaháskólunum, heilbrigðis- og félagsmálaskólunum, menntaskólunum, fullorðinsfræðslumiðstöðvunum og Samtökum danskra iðnskóla er niðurskurðurinn sagður heimskulegur.

Nánar:
Umfjöllun ráðuneytisins: Fm.dk
Samningur um frumvarp til fjárlaga: Fm.dk
Greining vinnumarkaðsráðs verkalýðshreyfingarinnar: Ae.dk (pdf) 
Grein í vikuritinu A4: Ugebreveta4.dk 
Fréttatilkynning: Ucc.dk (pdf)