Er sú menntun sem felst í því að verða að manni á undanhaldi?

 
Á fundi í lýðháskólanum í Askov fóru fram umræður um NEA skýrsluna Da dannelsen gik ud. Á fundinum var almennur skilningur á breyttri uppeldisumræðu en fundarmenn höfðu mismunandi sýn á hlutverki alþýðufræðslu og möguleikum hennar. Aðalumræðan snerist um það hvort alþýðufræðslan væri orðin of markaðsmiðuð og væri búin að gleyma gildum frjálsa skólans eða hvort alþýðufræðslan lifði enn af vegna þeirra brauta sem hún hefur valið sér.    
Umræður spunnust sérstaklega um eftirfarandi atriði úr skýrslunni: skilning skýrsluhöfunda á raunfærnihugtakinu, forgangsröðun umsókna í Nordplus fullorðnir og hlutverk NVL innan alþýðufræðslunnar.
Sjónarmiðin voru helst þau, sem m.a. Agnete Nordentoft kynnti, að vinna við raunfærni komi ekki í stað náms einstaklinga en geti verið til mikil gagns fyrir þá, sérstaklega þá sem hafa stutta skólagöngu. Benedikte Harris frá Cirius svaraði spurningunni sem beint var til Nordplus þannig til að umsóknir vegna alþýðufræðslu séu afgreiddar á sama hátt og aðrar umsóknir. Peningarnir eru til en umsóknirnar eru of fáar og sumar uppfylla ekki skilyrði um styrk. Tengiliður NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) í Danmörku vakti athygli á því að hlutverk NVL er að vinna þvert á greinar og afstaðan er sú að alþýðufræðslan hafi gagn af og mikið að gefa í samstarfi við aðrar greinar. Þess vegna er alþýðufræðslan kynnt í öllum tengslanetum og vinnuhópum NVL.   
Laust Riis Søndergård lýsti, í fyrirlestri sínum, eftir öflugri umræðu milli hinna frjálsu skóla og umheimsins og þessi fundur var gott dæmi um þess konar samræðu.
Skýrsluna má hlaða niður af vefsíðu Nordisk-Europæisk Akademi www.nea-net.dk