Evrópski félagsmálasjóðurinn í Svíþjóð styrkir lýðháskólaverkefnið með 22 milljónum sænskra króna

Lýðfræðsluráðið ásamt sex lýðháskólum víðsvegar í Svíþjóð standa að verkefni sem miðar að því að þróa og betrumbæta aðferðir sem gera ungum nýbúum kleyft að ljúka námi sínu í lýðháskóla.

 
Ljósmynd: Pexels Ljósmynd: Pexels

Verkefnistíminn á að vera þrjú ár og hefst  2019. Markhópurinn er nýbúar undir 24 ára aldri.  

– Við erum ánægð með að ESF-ráðið hefur veitt fjármunum til verkefnisins. Það er viðurkenning á lýðháskólanum sem menntunarformi og möguleiki til þess að þróa og kynna hvernig lýðháskólinn starfar, segir Maria Graner, framkvæmdastjóri Lýðfræðsluráðsins. 

Verkefnið sem kallast FAMN, lýðháskóli sem vettvangur aðferðarþróunar fyrir nýbúa, á leiða til þróunar á starfsháttum og módelum sem gera umskiptin frá því að fá fyrstu kynni af tungumálinu til þess að taka þátt í almennu námskeiði á lýðháskóla. 

Með verkefninu eru bundnar vonir við að hægt verði að þróa kennslufræði varðandi það að vinna með ungum nýbúum. 

– Lýðháskólar hafa langa reynslu af að vinna með ungum nýbúum, til dæmis námshvetjandi lýðháskólanámskeið og undirstöðunámskeið í lýðháskóla. Þeir hafa færni til að mæta hópum á viðkvæmu stigi sem þurfa að halda áfram námi, segir Maria Graner. 

Lesið meira hér (á sænsku).