Evrópumeistarar í þriðja skipti

 

Verkefnið sem bar sigur úr býtum í lokakeppni EBG í ár snérist um torfþak. Vegna þess hve einangrun torfs er mikil næst fram orkusparnaður ef það er notað í þök sem jafnframt dregur úr losun koltvísýrings í andrúmsloftið. Auk hins fallega, græna og  náttúrlega yfirbragðs torfþaksins er það einstakur þáttur í fagurfræði nútíma arkitektúrs. Þetta er í þriðja skipti sem nemendur úr Sjómannaskólanum „Fiskivinnuskúlin í Vestmanna“ – vinna sigur í EBG keppninni. Fyrsta skiptið var árið 1997, öðru sinni 1999 og nú í þriðja skiptið 2012. Nýsköpunarsetrið í Færeyjum, sem séð hefur um forkeppnina fyrir evrópsku keppnina í Færeyjum, hafa tilkynnt að þeim hafi verið falið að halda næstu lokakeppni EBG sem mun fara fram í Færeyjum árið 2013.

Meira á færeysku: http://is.fo/node/205 og Fiskvest.fo